Alltaf í Þjóðleikhúskjallaranum

Ljótu Hálfvitarnir voru með tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum síðastliðið laugardagskvöld. Við Alex skelltum okkur þangað og hittum meðal annars Huld og Sigga. Þar var gríðarlega mikið stuð og troðið út úr dyrum.

Ónefndur borðfélagi benti á að hlutfall miðaldra kvenna var sérlega hátt, og þótt ég sé ekki laginn í að lesa uppruna af svip fólks kæmi mér ekki á óvart þótt stór hluti gesta hafi verið af norðlenskum uppruna.

Á síðustu tónleikum sem ég sá með Hálfvitunum var Sævar fjarri góðu gamni en þarna var hann í essinu sínu ásamt hálfvitafjöld mikilli. Ég fullyrði með sann að ég hef aldrei séð jafnmarga hálfvita á sviði í einu.

Leiklestur

Á sunnudagskvöldinu tróð ég svo upp á dagskrá Hugleiks í Þjóðleikhúskjallaranum þar sem er blandað saman nýjum einþáttungum og leiklestrum búta úr eldri leikritum.

Sú dagskrá verður svo endurtekin annað kvöld.

Hins vegar sýnist mér að ég hafi misst af Bingó (samstarfsverkefni Hugleiks og Leikfélags Kópavogs), en það kom í ljós núna seinnipartinn að LK er að missa húsnæðið á miðjum sýningartíma og sýningin í kvöld var því að öllum líkindum lokasýning.


< Fyrri færsla:
Bestu mögulegu gæði?
Næsta færsla: >
Sparkað í Microsoft-dekkin
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry