10. júní 2007 | 0 aths.
Ég sendi sjálfum mér reglulega tölvupósta með tenglum á áhugavert efni sem ég rekst á á vefnum. Það eru klárlega til heppilegri minnisbækur heldur en pósthólfið mitt, en þetta fyrirkomulag hefur virkað ágætlega til þessa. Hér er örlítill nasaþefur af dóti sem ég hef móttekið frá sjálfum mér nýlega.
12. júní 2007 | 1 aths.
Tíu-ellefu á Barónsstígnum er komið með forvitnilega nýjung og það verður fróðlegt að sjá hvort hún kemur til með að skila árangri í samkeppni matvöruverslananna; salatlaus salatbar.
13. júní 2007 | 2 aths.
Síðastliðið laugardagskvöld var lox látið verða af nokkru sem hefur staðið til svotil síðan við Alex byrjuðum að skjóta okkur saman...
13. júní 2007 | 1 aths.
Lýst er eftir litunum í nýja lúkkinu á Skjá einum...
16. júní 2007 | 2 aths.
Frétt mbl.is frá í morgun um bílahópinn sem ók fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri (sem endaði í útafkeyrslu) vakti athygli mína (sem og fleiri). Ég fullyrði að þarna hafi verið á ferðinni hópur fæðingarhálfvita með spoilerkit.
17. júní 2007 | 0 aths.
Vilborg Erlendsdóttir gisti hjá okkur aðfaranótt laugardagsins án þess að nokkrum yrði meint af.
19. júní 2007 | 7 aths.
Í kvöld sýnir Sjónvarpið heimildarmyndina "The Great Global Warming Swindle", sem er vissulega fróðleg og vekur spurningar en hefur hins vegar verið gagnrýnd harðlega fyrir ófagleg vinnubrögð og blekkingar.
22. júní 2007 | 2 aths.
Í nótt verður gengið yfir Fimmvörðuháls og helginni varið í Þórsmörk. Veðurspáin gæti varla verið betri en ívið meiri óvissa er með líkamlegt ástand.
26. júní 2007 | 3 aths.
Þá erum við skötuhjúin búin að sigrast á Fimmvörðuhálsi og helstu vöðvahópar farnir að starfa nokkurn vegin eðlilega á ný.
27. júní 2007 | 1 aths.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki enn prófað Wii leikjavélina, en miðað við allt jákvæða umtalið sem hún er að fá á vefnum - sér í lagi í geiranum sem fæst við hönnun og notagildi er mig farið að langa soldið í svoleiðis grip.
28. júní 2007 | 0 aths.
Þegar ég rakst á eftirfarandi klausu þurfti ég að lesa ártalið þrisvar áður en ég trúði því að þetta gæti verið rétt. Það fer um mann hrollur að svona lagað skuli enn vera við lýði.