Sitthvað úr tenglasarpnum

Hér er örlítill nasaþefur af dóti sem ég hef móttekið frá sjálfum mér nýlega.

Tækni morgundagsins í myndameðhöndlun

Í þessu myndbandi er sýnd tækni sem er lygilega flott.

Fyrri hluti kynningarinnar höfðaði sérstaklega til mín þar sem "þysjanlegt viðmót" (e. zoomable interface) var lykilþáttur í lokaverkefninu okkar Emilie (sem by the way er að byrja í doktorsnámi í Englandi í haust).

Seinni hlutinn er einfaldlega lygilega flottur.

Hvet alla áhugasama (og hina líka) til að gefa sér 8 mínútur til að fylgjast með þessu (með hljóði).

Kiss Boring Interfaces Goodbye With Apple's New Animated OS

Menn spá því að með nýju stýrikerfi Apple (sem verður betur kynnt á morgun) verði enn meira um "spennandi" viðmót. Þar sem hönnuðir flestra forrita klúðra nú þegar einföldu "kyrrstæðu" viðmóti verður fróðlegt að sjá klúðrin ná nýjum hæðum (í þrívídd).

Ég stefni hins vegar í hina áttina og hef fengið meiri áhuga á því að kynna mér betur innviðina í nýju Unix vélinni minni - læra jafnvel aðeins á skeljaaðgang þannig að ég eigi það í verkfærakistunni.

100 kynþokkafyllstu konur í heimi að mati lesbía

Ég hef reyndar ekki kynnt mér samsvarandi lista frá karlablöðunum Maxim og FHM en tek inngangsorð þessarar greinar um að lesbíulistinn sé töluvert frábrugðinn karlalistanum trúanleg.

Það er greinilega enginn ókostur að hafa leikið í The L-Word. Það mætti næstum halda að lesbíur almennt fylgdust með þeim þætti...

Byggt á þeim sönnunargögnum einum að þetta séu konur sem lesbíum þykja glæsilegar myndi ég flokkast sem lesbía.

(Nema fyrir þá staðreynd auðvitað að ég lít ekki á aðrar konur en Alexöndru).

(Og nei, hún situr ekki við hliðina á mér þegar ég skrifa þetta - ég er búinn að læra nóg í sambandaleiknum til að hafa vit á svona varnöglum sjálfur).

(Að minnsta kosti svona yfirleitt).

Allir fá kantstykki

Hvað get ég sagt? Ég hafði ekki áttað mig á því að þetta væri svona mikilvægt, en útfærslan er örugglega sniðug.

Ef maður nær kökunni úr mótinu í heilu lagi hlýtur svo að þurfa mun meira krem en á venjulega köku - sem er gott.

Communication usually fails, except by accident

Fróðlegar (og húmórískar pælingar) um mannleg samskipti og þær gildrur sem til dæmis textaskrifarar geta lent í.

Þeir eru kannski ekki svo klikk, þessir Finnar.

Hápunktur sjálfselskunnar?

Þessar (fótósjoppuðu) myndir eru heillandi á einhvern mjög undarlegan hátt - ekki síður en tæknilega, það er enginn leikur að stilla upp í þessar myndatökur.

Litaskema byggð á fiðrildum

Ég er sökker fyrir flottum litaskemum. Ábendinguna um að vinna litaskemu upp úr náttúruljósmyndum hefur maður séð oft áður, en þetta er virkilega flott.

Kannski tíni ég til meira seinna, pósthólfið er hvergi nærri tómt.


< Fyrri færsla:
Alltaf á fundum
Næsta færsla: >
Forvitnileg útgáfa salatbars
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry