Forvitnileg útgáfa salatbars

Í hádeginu í dag rölti ég með Má og Einari í 10-11 þar sem við ætluðum að fá okkur af salatbarnum.

Salatbar dagsins reyndist hins vegar heldur óvenjulegur því hann var salatlaus með öllu og grænmeti yfir höfuð af skornum skammti.

Það var boðið upp á kjötbollur, steiktan kjúkling, túnfisk, skinkustrimla, fetaost og tvær tegundir af pasta.

Af grænmetisættum voru gulrót og þrjár tegundir af lauk.

Needless to say, að hádegismaturinn samanstóð af kjöti, pasta og dálitlu af gulrótum.


< Fyrri færsla:
Sitthvað úr tenglasarpnum
Næsta færsla: >
Víkingar í vesturbænum
 


Athugasemdir (1)

1.

Sigurjón reit 12. júní 2007:

Þið ætluðu að vera grand í hádeginu, virðist hafa heppnast svona glimrandi.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry