Leitað að litum
13. júní 2007 | 1 aths.
Ég er að gæla við þá hugmynd (í milljónasta sinn) að setja nýtt útlit á thorarinn.com.
Það eru ýmsar pælingar í gangi, en upp á síðkastið hef ég orðið hrifnari og hrifnari af litunum sem eru notaðir í nýjasta lúkkinu á Skjá einum (milli þátta og kringum auglýsingar); "hreinir" en dempaðir frumlitir á hvítum grunni.
Litaskemað er svo sem ekki flókið og ég gæti auðvitað reynt að fótósjoppa mig að einhverju sem minnir á það, en það myndi klárlega flýta fyrir ef ég finndi einhversstaðar skjámyndir af nýja útlitinu.
Er Skjárinn með auglýsingastofu í þessari hönnun eða er þetta innanhússverk?
Er ég kannski einn um að finnast þetta smart?
Athugasemdir (1)
1.
Már reit 14. júní 2007:
Þú horfir greinilega of mikið á sjónvarp. :-)
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry