Er ég Wii?

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki enn prófað Wii leikjavélina, en miðað við allt jákvæða umtalið sem hún er að fá á vefnum - sér í lagi í geiranum sem fæst við hönnun og notagildi er mig farið að langa soldið í svoleiðis grip.

Ég var að lesa um það í dag að í maí seldist meira af Wii heldur en PS3 og Xbox 360 samanlagt.

Í Japan selst fimmfalt meira af Wii en PS3.

Og ástæðan? Í stað þess að reyna að vinna markaðinn með því að vera með öflugustu örgjörvana og flottustu grafíkina tók Nintendo þá stefnu að vera skemmtilegastir. Sem hljómar vissulega skynsamlega þegar leikjatölva er markaðssett.

Ég er allavegana orðinn spenntur að prófa. Á einhver græju sem ég get fengið lánaða yfir helgi?

Viðbót: Ég var ekki búinn að átta mig á því að það er hægt að leika Flash leiki á Wii - en það þýðir að ég ætti fræðilega séð að geta búið til leiki til að spila í stofunni (að því gefnu að ég ætti Wii og kynni eitthvað af viti í því að búa til Flash leiki).

Þennan "Wii Flash-leik" er til dæmis alveg hægt að spila með mús.


< Fyrri færsla:
Fimmvörðuháls að baki
Næsta færsla: >
Ártalið lesið þrisvar
 


Athugasemdir (1)

1.

agust reit 02. júlí 2007:

Hér í næsta thesis-herbergi er hópur að skrifa verkefni sem heitir „Are Wii in Control“ og ég fékk að prufa vélina hjá þeim um daginn sem var geðveikt stuð og ætla ég að verðlauna mig með einni slíkri þegar þessi törn er búinn ... hilsen ...

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry