Nördast á makkanum?

Fyrsta tölvubókin af þeim sem ég pantaði á Amazon um daginn skilaði sér um miðja vikuna og í framhaldi af því hef ég verið að spá í fyrirkomulag næstu nördatilþrifa.

Mig langar sem sé að taka til í kóðanum hérna á thorarinn.com og færa hann yfir í PHP 5 og mjaka honum smám saman yfir í OO-legri uppbyggingu. Þar huxa ég mér gott til glóðarinnar að fá ráðgjöf Sigmars sem ætlar að færa vefinn sinn yfir í PHP og hýsa hann hjá mér. Kannski við getum eitthvað samnýtt kóða við þá tiltekt.

Ég er að spá í það hvort ég eigi að nota makkann sem þróunarþjón. Það hefur þann kost að þá get ég sett upp PHP 5 þar og flutt kóðann yfir til að sannreyna að hann virki.

Reyndar setti ég upp PHP 5 á honum í gær, og serverinn minn í USA er tvísaga um það hvort hann sé að keyra á PHP 4 eða 5 þannig að kannski þarf ekki svo miklu að breyta í kóðanum.

Tabula rasa ástand hefur bæði kosti og galla, ég þarf til dæmis að finna mér góðan ritil fyrir makkann (þótt ég hafi svo sem ekki gert miklar kröfur til ritla í gegnum tíðina) og það að vinna á pésanum hefur þann kost að þá get ég auðveldlega verið að vinna á tveimur skjáum.

Ef ég held mig við Makkann virðist allt benda til þess að Textmate sé málið, en ég tími ekki að kaupa hann fyrr en ég er búinn að taka ákvörðun. Í millitíðinni ætla ég að fikta í Komodo.

Helsti ókosturinn sem ég hef rekist á enn við að nota makkann er að eftir að hafa "lagað" hegðunina á control tökkunum (skv. ábendingum sem ég fann hjá Borgari) get ég ekki vélritað slaufusviga með góðu móti - þeir eru komnir yfir á windows-takkann (sem ég hef vandlega vanið mig á að reka mig aldrei í).

Kannski ég geti stillt það sérstaklega?

(Því er ef til vill svarað í makkabókinni sem nú er komin út úr vöruhúsi Amazóns í útlandinu og skilar sér vonandi á klakann í lok þessarar viku ásamt hinum nördabókunum.)


< Fyrri færsla:
Fiskikör og alheimsfegurðardrottningar
Næsta færsla: >
Ágúst nálgast óðum
 


Athugasemdir (2)

1.

Borgar reit 24. júlí 2007:

Án þess að hafa prufað þetta sjálfur:
http://doublecommand.sourceforge.net/install.html

2.

Óskar Örn reit 25. júlí 2007:

Ég segi líka það sem hann sagði.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry