Stefán Jónsson kvaddur

Ég fékk það staðfest í vikunni sem mig hafði grunað, að Stefán Jónsson sem myrtur var á Sæbrautinni væri sá Stefán Jónsson lífefnafræðingur sem ég þekkti.

Þótt við Stefán værum formlega séð á sitthvorri námslínunni innan efnafræðinnar tókum við mikið af sameiginlegum kúrsum og unnum meðal annars að sérverkefnunum okkar samhliða auk þess að vera "nágrannar" á Raunvísindastofnun eftir BS-inn.

Ég man varla eftir Stefáni öðru vísi en brosandi, hvort sem það var í skólanum, í fótboltasprikli eða úti á lífinu.

Eftir námið var lítið samband okkar á milli og ég hitti hann síðast áður en hann fór til Bandaríkjanna, en eitthvað höfðum við skipst á tölvupóstum og rætt um að hittast við tækifæri.

Heimurinn er fátækari án Stefáns.

Vertu sæll félagi.


< Fyrri færsla:
Ágúst nálgast óðum
Næsta færsla: >
Komin aftur heim
 


Athugasemdir (2)

1.

Sigurjón reit 10. ágúst 2007:

Ég spilaði 18 holur með Stefáni í ágúst í fyrra. Þó svo ég hafi ekki eytt meiri tíma með honum en það þá er eftirsjáin mikil.

Það þurfti ekki meiri tíma til að átta sig á því að þar fór úrvals drengur í alla staði.

2.

Júlíana Rut reit 12. mars 2008:

Takk fyrir falleg orð í garð Stebba míns.
Kveðja
Júlíana Rut (systir Stefáns)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry