Komin aftur heim

Þar sem ég kýs að ímynda mér að gríðarlega margir lesi þetta stopula staut mitt þykir mér rétt að tjá mig ekkert um fyrirsjáanlegar brottfarir af heimilinu fyrr en þær eru afstaðnar (maður veit aldrei hver er að lesa og kann að fletta upp í símaskrá...).

En við Alex erum núna á seinni sameiginlegu frívikunni sem við tókum okkur í ágúst. Við brunuðum úr bænum um verslunarmannahelgina og fórum í einum rykk á Egilsstaði þar sem við vorum í rúma viku. Síðan var ætlunin að dóla okkur eftir Norðurlandinu til baka, en þegar saman fór döpur veðurspá og vottur af heimþrá þess okkar sem ekki á sér heimahaga fyrir austan breyttum við þeim plönum og tókum norðrið á tveimur dögum.

Við komum því hingað í bæinn aðfaranótt þriðjudagsins og höfum varið tímanum í letilíf síðan (í dag fór ég til dæmis fram úr rúminu rúmlega eitt og af þremur verkefnum sem ég setti mér að vinna er þessi færsla eini framkvæmdavotturinn).

Myndir frá ferðinni eru komnar í myndaalbúmið, ásamt myndatextum.

Aðeins ítarlegri ferðasaga gæti birst hér einhverntíma. Kannski.


< Fyrri færsla:
Stefán Jónsson kvaddur
Næsta færsla: >
Besta mögulega prump
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry