Lagst í klámrannsóknarmennsku
18. ágúst 2007 | 3 aths.
Ætli það séu ekki að verða komnir hátt í átta mánuðir síðan kviknaði lítil hugmynd að einþáttungi í kollinum á mér. Í gær var sú hugmynd notuð sem afsökun fyrir því að hætta mér einn míns liðs í eina af fullorðinsleikfangabúllum miðbæjarins til að stunda þar háalvarlegar rannsóknir.
Afraksturinn varð nægilega fullnægjandi til þess að ég lét mér nægja að kíkja bara í eina búllu. Því telst mér svo til að þetta flokkist sem eigindleg rannsókn frekar en megindleg...
Ég er búinn að sækja mér handritaforrit og setja upp á makkanum eftir ábendingu á bloggi SigguLáru og því ekkert því til fyrirstöðu að hefja skrif og miðla af fenginni reynslu minni af heimsóknum í þennan menningarkima íslenska neyslusamfélagsins.
Lesendum er þó ráðlagt að halda ekki niðri í sér andanum í bið eftir að þessar rannsóknir skili sér í formi jólaleikrits Þjóðleikhússins, en vonandi text mér að koma þessu í sómasamlegan búning og lauma á einhverja einþáttungadagskrá Hugleiks.
Ég get þó ljóstrað því upp hér að líklega munu gíraffar koma við sögu í verkinu, sem og karamellukleinuhringir...
Að öðru leyti eru varir mínar innsiglaðar með tonnataki.
Athugasemdir (3)
1.
Jón H reit 19. ágúst 2007:
.... handrit að leikriti sem tilefni af svona búðarferð, já einmitt ...
2.
Þórarinn sjálfur reit 19. ágúst 2007:
Svo lengi sem Alex trúir þessari átyllu fyrir búðarferðinni...
3.
Siggi P reit 20. ágúst 2007:
Híhí,
Þetta minnir mig á það þegar ég fór í Eymundsson og keypti jeppatímarit af Þorgerði bókmennta- og leikhúsgagnrýnanda. Ég fann mig knúinn til að útskýra málið (sannleikanum samkvæmt) með því að um props væri að ræða.
Mælti þá Þorgerður: "Yeah, right!"
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry