Vísindi og tölvuleikir
23. ágúst 2007 | 0 aths.
Í greininni How Microsoft Labs Invented a New Science of Play er sagt frá því á skemmtilegan hátt hvernig aðferðir notendaprófana og sjónrænnar framsetningar á innsöfnuðum gögnum eru markvisst notaðar við þróun á nýja Halo tölvuleiknum.
Með því að fá alvöru spilara til að prufa leikinn á öllu framleiðsluferlinu (en ekki bara "atvinnuspilara" á lokastigunum til að leita að hugsanlegum forritunarböggum) text þeim að fínstilla jafnóðum alla þætti.
Ef til dæmis kemur í ljós að óeðlilega margir lenda í því að villast á ákveðnum stað, er hægt að skoða hvernig hægt er að gefa skýrari vísbendingar um hvert skal halda. Hægt er að fjölga eða fækka vopnum eftir þörfum og svo framvegis.
Þetta finnst mér sameina á skemmtilegan hátt það sem mikið var fengist við í náminu úti, t.d. tölvuleikjateoríu, notendaprófanir og hönnun í hinum ýmsu myndum.
Hvet áhugasama til að kíkja á greinina.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry