Bourne er fínn

Nýja Bourne myndin stendur vel fyrir sínu, hasarinn stigmagnast og vel unnið úr öllu. Handheldu myndavélarnar skila vel hamaganginum og látunum, þótt mann hálfsvimi á köflum.

Handritið heldur ágætlega vatni (sérstaklega af hasarmynd að vera), kannski að frátöldum yfirnáttúrulegum hæfileikum Bourne til að komast inn í vel varðar byggingar - en það er fyrirgefanlegt smáatriði.

Mikið rosalega er hins vegar hávaðinn í bíói orðinn yfirþyrmandi. Lætin voru komin ískyggilega nálægt sársaukamörkum þegar verst lét, sem er synd því stemmingstónlistin er það vel gerð að "hljóðmyndin" myndi alveg standa fyrir sínu í lægri hljóðstyrk.

Að mínu viti voru þó stjörnur kvöldins nýju sætin í Háskólabíói. Loksins fá menn af minni stærð þokkalegan hnakkastuðning. Klárt að ég mun leggja til að Astrópía verði augnbarin hérna megin Suðurgötunnar.

(Getur annars einhver staðfest hvort líka séu komin ný sæti í Stóra salinn í Háskólabíói?)


< Fyrri færsla:
Betra er seint...
Næsta færsla: >
Mér langar í
 


Athugasemdir (2)

1.

hildigunnur reit 27. ágúst 2007:

Ha? Það yrði gleði, gleði, gleði!

Ég hef ekki séð neina Bournemynd, en held ég hafi lesið allar bækurnar. Mörg ár síðan, samt.

Trikkið við bíóhávaðann: Stinga þumlum í eyrun. Yfirleitt nokkuð rétt hávaðastig.

2.

Pétur G reit 27. ágúst 2007:

Ég held ég geti verið sammála þér með Bourne, en einhver sagði mér að það væru ellimerki að menn væru farnir að kvarta yfir hávaða í kikmyndahúsum, ég sel það samt ekki dýrara en ég keypti það!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry