Mér langar í

Mér finnast bolir skemmtilegir. Enda geng ég í T-bol svotil á hverjum einasta degi.

Bolir eru líka skemmtilegur "strigi" fyrir hönnunarbjálfa eins og mig, því góða hugmynd getur verið tiltölulega einfalt að útfæra á bol án þess að það krefjist gríðarlegra listrænna hæfileika.

Í gegnum tíðina hef ég hannað ótal útgáfur af bolum í kollinum á mér. Nokkrir þeirra hafa meira að segja orðið að veruleika, t.d. gerðum við Þorsteinn félagi minn tvenns konar efnafræðiboli sem ruku út eins og heitar lummur seldar af félagi efnafræðinema, að ógleymdu Þrumu bolunum sem búnir voru til í gríðarlega takmörkuðu upplagi.

Einhver jólin bjó ég til handtússaða boli handa fjölskyldumeðlimum og svo mætti lengi telja.

Gallinn við að gera bolahugmyndir að veruleika er hins vegar að annað hvort þarf maður að sætta sig við lélega áprentun, eða splæsa í stórt upplag til að fá alvöru prentun.

Um daginn rakst ég hins vegar á vefinn Bountee.com þar sem hægt er að kaupa staka boli og það sem meira er, hægt er að setja sína eigin hönnun í umferð og græða gríðarlega á því að selja hana.

Þeir nota einhverja nýja tækni til að prenta vektoragrafík í 16 milljón mögulegum litum og 2880 dpi.

Fyrir vikið er tæknilega mögulegt að setja inn sína eigin hönnun og láta senda sér stakan bol til baka (ef ég skil þetta rétt).

Ég er búinn að skrá mig, og ég er með SVG teikniforrit uppsett á vélinni, þannig að nú er bara að leggja höfuðið í bleyti. Það eina sem mig vantar í raun er Paypal reikningur fyrir ágóðann (og milljón dollara hugmynd).

En auðvitað er líka til ýmislegt flott þarna sem aðrir hafa hannað. Nokkur dæmi:

Jólagjöfunum í ár reddað á einu bretti?


< Fyrri færsla:
Bourne er fínn
Næsta færsla: >
Hvað er ég?
 


Athugasemdir (2)

1.

Margrét reit 28. ágúst 2007:

Ég verð nú að viðurkenna að ég sé ekki jólagjöfina mína á þessum lista... en ég sé hana kannski í þessum milljónum dollara sem koma á reikninginn þinn!

2.

Mummi reit 28. ágúst 2007:

Fyrir löngu síðan bjó ég til bol sem á stóð:

Í love (heart) whales

(svo kom mynd af víkingi, sem stóð ofan á smækkaðri mynd af Íslandi og var búinn að skutla hval)

for dinner

stóð svo fyrir neðan myndina.

Þetta vakti ómælda athygli á sínum tíma. Þér er hér með frjálst að stela, endurhanna og græða á þessari hugmynd ;)

Chewie bolurinn er glæsilegur.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry