Fyrsti bolurinn uppsettur

Í framhaldi af færslunni um daginn þar sem ég vísaði á Bountee.com tók ég mig til og setti upp létt absúrd brandara í Inkscape (SVG teikniforrit), vistaði og bjó til eftirfarandi hönnun:

Bolur með hvítri lygi
"White lie"

Hann er núna kominn í umsögn sam-notenda minna hjá Bountee og ef hann fær þokkalegar undirtektir þar gæti hann dottið í sölu.

Sem stendur er álagningin á honum 0%, en ef hann hefur það í gegnum matsferlið gæti ég sett einhverja smá álagningu.

En þetta er nú aðallega tilraun til að prófa ferlið. Ég stefni á metnaðarfyllra verkefni við tækifæri.


< Fyrri færsla:
Er stærra betra?
Næsta færsla: >
Getur lengi versnað
 


Athugasemdir (4)

1.

hildigunnur reit 03. september 2007:

hann er nú pínu sniðugur samt...

2.

Þórarinn sjálfur reit 03. september 2007:

Ég gleymdi að nefna að þetta á sér uppruna í myndum af Brown bag frá Bloomingdales.

Upphaflega var pælingin að búa til sett af hvítum og svörtum bolum sem bæðu væru til sem sannleikur og lygi (t.d. báðir grunnlitir merktir "hvítur bolur"), en mér fannst dökkblái liturinn bara svo flottur þegar ég ætlaði að búa mér til svartan bol...

3.

Örn Kristinsson reit 05. september 2007:

Hvernig finn ég snilldina á Bountee?
Hvert er listamannsnafnið?

4.

Þórarinn sjálfur reit 05. september 2007:

bountee.com/user/toro

Bolurinn er ekki kominn í "úrvalsdeild", þannig að það er ekki endilega auðvelt að finna hann á svæðinu (en er þó kominn með eina stjörnu af fimm - vúhú!). En með því að fara í gegnum notendaprófílinn minn (slóðin hér fyrir ofan) er hægt að finna hann.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry