Auglýsing styður forsíðufrétt

Í morgun tók ég, einu sinni sem oftar, með mér fríblöðin úr forstofunni til að eiga á eldhúsborðinu í vinnunni.

Framan á forsíðu Blaðsins var límd lítil auglýsing, af þeim toga sem Mogginn er farinn að klína framan á blöðin og þarf að rífa af áður en hægt er að lesa forsíðuna.

Ein af forsíðufréttum Blaðsins í dag (pdf) var uppslátturinn "Starfsfólk óskast!" sem segir frá því ófremdarástandi sem er víða í verslunum vegna manneklu.

Og auglýsingin sem þurfti að rífa af til að geta lesið forsíðuna?

Morgunblaðið að auglýsa eftir bréfberum.

Tilviljun? Ég held ekki...


< Fyrri færsla:
Getur lengi versnað
Næsta færsla: >
Húsfylli af hálfvitum
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry