Klikkað á klisjunni

Þann 19. ágúst gaf ég nasaþef af lógópælingum og klykkti út með því sem átti að vera stæling á vota gólfinu:

þórarinn.com

Þetta er auðvitað alls ekki alvöru vott gólf, enda er glampinn þar spegilmynd án skekkju (eins og sjá mátti greinilega á glampanum af auglýsingaskiltunum á Ísland-Spánn á regnbörðum hlaupabrautunum).

Mér sýnist að ég hafi í fljótfærni minni slegið saman tveimur klisjum.

Skuggavarpinu:

þórarinn.com

Og alvöru wet-floor:

þórarinn.com

Beðist er innilega velvirðingar á þessum mistökum. Ég efast um að þessi baklýsingareffekt sem ég skapaði þarna óvart eigi nokkurn tíman eftir að slá í gegn. Þótt auðvitað eigi maður aldrei að segja aldrei.

(Og já, ég veit að "stilkurinn" í þorninu spillir effektinum, en þetta má samt alveg á netinu...)


< Fyrri færsla:
Þriðjaheimslán og laufblaðalógó
Næsta færsla: >
Völin og kvölin
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry