Fagurfræðileg ráðgjöf óskast

Ég er að dunda mér við teikningu sem vonandi verður að gríðarlega vinsælum bol einhvern daginn. Ég er hins vegar ekki alveg sannfærður um eigin hönnunarstefnu og lýsi því eftir fagurfræðilegri ráðgjöf.

Það skal tekið fram að þetta er bara hluti af væntanlegri hönnun, en lykilhluti engu að síður.

Ég fann mynd af krepptum hnefum á vefnum og snurfusaði þá aðeins, en fannst svolítið hallærislegt að hafa þá báða kreppta á sama hátt þegar ég var búinn að bæta fangelsisrimlunum við.

Til þess að brjóta aðeins upp symmetríuna feikaði ég nýjan þumal á annan hnefann, en er ekki alveg viss hvort það er að gera sig.

Því spyr ég lesendur, hvað kemur best út - A, B eða C?

A:

Teikning: hnefar um rimla

B:

Teikning: hnefar um rimla

C:

Teikning: hnefar um rimla


< Fyrri færsla:
Buxur á hælum
Næsta færsla: >
Fýluferð(ir) á Subway
 


Athugasemdir (7)

1.

Örn Kristinsson reit 18. september 2007:

A er málið

2.

Elli reit 18. september 2007:

A

3.

Sigmar reit 18. september 2007:

Jamm, A

4.

Mummi reit 18. september 2007:

Ég hlýt að vera ósammála meirihlutanum og segi C. Mér finnst gripið ekki "rétt" í A. Reyndar er C ekki alveg rétt heldur. Betra væri ef þumallinn legðist niður eftir vísifingri og löngutöng, en á bakvið, ekki fyrir framan eins og í A.

Semsagt, í sting upp á D, þar sem þumall liggur eins og A nema hann nær neðar og er fyrir aftan fingurna en ekki fyrir framan.

Svo ég dissi A aðeins meira þá vil ég benda mönnum á að prófa að setja þumalinn eins og hann er í A. Maður kemur engum rimlum þarna á milli.

5.

Mummi reit 18. september 2007:

Eða, ég sting upp á D, en í stingur varla upp á D.

6.

Borgar reit 19. september 2007:

Sammála Mumma.

EN... það vantar giftingarhring á vinstri höndina (þeir sem fatta, fatta).

7.

Már reit 10. október 2007:

Sammála Mumma, auk þess sem rimlarnir eru of breiðir, eða hnefinn of mjór (fingurnir stuttir), eða bæði. Það er eins og fremsti hluti fingranna hafi enga þykkt þegar þar sem þeir vefjast utan um rimilinn.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry