Frekar síðbúið plögg

Á laugardag klukkan tvö verður stuttverkahátíðin Margt smátt haldin í fjórða sinn í Borgarleikhúsinu.

Þar verða fluttir 15 stuttir leikþættir, þar af 8 í flutningi Hugleiks.

Ég leik lítið hlutverk móttökustjóra í leikþættinum Næturstað eftir Sigurð formann Pálsson í leikstjórn Árna Friðrikssonar, fyrrum skólabróður úr MA (sem helst vann sér þar til frægðar að segja sögur af Maríu Antoníette - svona fyrir þá sem þekkja til).

Þess má til gamans geta að síðast þegar ég kom í Borgarleikhúsið var það einmitt þegar ég skaust heim fyrir tveimur árum til að sjá mitt fyrsta höfundarverk flutt á sömu hátíð.

Þá sat ég úti í sal og var svo gersamlega að farast úr sviðsskrekk þegar verkið hófst. Nú fæ ég hins vegar að standa í léttum myndastyttuleik í sviðsjaðrinum og taka sviðskrekkinn út þar.

Verður spennandi.


< Fyrri færsla:
Fýluferð(ir) á Subway
Næsta færsla: >
Hverjar eru líkurnar?
 


Athugasemdir (2)

1.

Þórarinn sjálfur reit 05. október 2007:

Eftir ábendingu frá Siggu Láru sá ég að mynd af okkur í sirkusbúningum prýðir kynningu á hátíðinni í Blaðinu í dag.

Þýðir það ekki að ég sé orðinn andlit hátíðarinnar? Ásamt frú hnífakastara auðvitað...

2.

Óskar Örn reit 06. október 2007:

Ætli þú sért ekki skjálfandu á sviðinu eða ælandi úr stressi baksviðs einmitt þegar ég skrifa þessar línur. Segi bara "poj-poj" ef það er ekki of seint.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry