Hverjar eru líkurnar?
11. október 2007 | 3 aths.
Það er stundum erfitt að vinna með öðrum Þórarni á 20 manna vinnustað (sérstaklega þegar við förum oft saman á fundi), ég hef svo sem reynslu af því af tveimur fyrri vinnustöðum (eða þremur eftir því hvernig Mekkanó/Kveikir eru taldir). En það að lenda í öðrum Þórarni Stefánssyni ætti ekki að vera daglegt brauð...
Í gær átti ég hins vegar fund með alnafna mínum og núna er ég að lesa í gegnum skýrslu um ákveðið verkefni. Höfundur hennar? Þórarinn Stefánsson.
Og ekki sá sem ég hitti í gær.
Þetta er sérlega forvitnilegt í ljósi þess að skv. Já.is erum við 7 alnafnarnir sem skráðir erum fyrir síma (píanóleikarinn er tvítekinn).
Og af okkur 6 sem ekki erum atvinnutónlistarmenn virðast a.m.k. 3 vera í hugbúnaðarbransanum.
(Ég nota Já.is þar sem ég nenni ekki að logga mig inn í heimabankann til að kíkja í Þjóðskrá).
Athugasemdir (3)
1.
Siggi P reit 11. október 2007:
Þekki "bara" tvo ykkar. Er að vinna í hinum.
2.
Örn Kristinsson reit 11. október 2007:
Þekki þetta vandamál. Það er bara handfylli af Örnum Kristinssonum á klakanum og þar af bara 2 á höfuðborgarsvæðinu. Við vinnum báðir hjá Nýherja samsteypunni. Póstur og símtöl á rangan Örn er daglegt brauð.
3.
Óskar Örn reit 13. október 2007:
Legg bara til að þið grípið báðir til hins klassíska úrræðis að taka upp millinafn til að forða frekari misskilningi.
Örn Kornelíus Kristinsson? Þórarinn Zeppelin Stefánsson?
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry