Bragð af Danmörku

Mér finnst að ég hljóti að hafa fengið Hoegaarden hveitibjór eftir að ég kom frá Danmörkinni, en a.m.k. fékk ég kröftugt bragðlaukaflassbakk í gærkvöldi þegar við skötuhjúin dreyptum á sitthvorum yfir vídjóglápinu.

Þetta var fastur liður á Fredagsbarnum, einn "útlensku" bjóranna sem til var á krana (auk t.d. Paulaner) og maður drakk ófáa lítrana af.

Skemmtilegur bjór, ljós og ófiltraður - sem gerir það að verkum að hann er bæði léttur og sætur án þess að vera væminn. Stelpubjór sem strákar geta stoltir látið sjá sig með.

Mmmm...

Tarantino samur við sig

Bjórinn var sötraður yfir Deathproof eftir Tarantino. Hún stendur fyllilega fyrir sínu með öllum helstu karaktereinkennum Tarantino:

  • Áhugaverðum (og yfirleitt skrýtnum) persónum
  • Undirfurðulegum en áhugaverðum samtölum
  • Gamalkunnugum leikurum í nýju ljósi
  • Skorpur með gersamlega yfirgengilegum subbuskap (sem verður næstum teiknimyndalegur fyrir vikið)
  • Óútreiknanlegum söguþræði
  • Brilljant tónlist

Það er ekki síst síðasti liðurinn sem alltaf stendur fyrir sínu, kallinum text sífellt að draga fram einhver lítt þekkt dægurlög sem eru hreint gull.

Ekki spilla svo fyrir allar litlu tilvísanirnar hingað og þangað (sem maður missti eflaust af flestum í fyrstu umferð), til dæmis var ein persónan með stef úr Kill Bill sem hringitón í farsímanum sínum.

Fær mín meðmæli (fyrir þá sem á annað borð fíla Tarantino).


< Fyrri færsla:
Gömlu góðu natríumsprengingarnar
Næsta færsla: >
Ég sem lektor?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry