Ég sem lektor?
10. nóvember 2007 | 0 aths.
Ég fékk í dag póst frá skólameistara ITU, Mads Tofte, þar sem ég er spurður hvort ég sé að fást við "multimedieproduktion" og hvort ég sem fyrrum nemandi við skólann hafi áhuga á að verða utanaðkomandi lektor við skólann.
Í póstinum er vísað á auglýsingu á vef skólans þar sem lýst er eftir 6 lektorum til þriggja ára.
Líklega fæ ég þennan póst eftir gagnagrunnskeyrslu sem hefur leitt í ljós að ég fékk góða einkunn í umræddum kúrsi (margmiðlunarkúrsinum) á sínum tíma, ég er efins um að ég sé Mads svo minnisstæður að hann hafi sest niður og samið sérstaklega póst handa mér.
En hver veit?
Ætli ég haldi mig samt ekki við Hugsmiðjuna enn um sinn.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry