Facebook á vinnutíma

Ég er ekki sérlega mikið fyrir að byggja upp prófíla á sósjalvefjunum sem eru svo mikið í tísku. Hingað til hef ég til dæmis hvorki verið á MínuSvæðiSmettisbókinni. Einhvern tíman átti ég Friendster notanda (og fæ sendan árlegan tölvupóst á hotmail netfangið mitt skömmu áður en Sharq á afmæli).

Eini prófíllinn sem ég hef eitthvað lagt í að uppfæra við og við er á LinkedIn, enda er það þægilegasta leiðin til að fylgjast með hvar samnemendurnir í ITU eru staddir. Alumni-félagið er t.d. með prófíl þar og útskrifaðir stúdendar eru hvattir til að tengjast honum til að koma á tengslum sín á milli.

En í gær bjó ég sem sé til vangasvip í Smettisbók, og það í vinnutímanum.

Það kom til af því að ég er að vinna smá greiningarvinnu varðandi viðmót sem tekur á móti manni á fyrirbærum sem þessum. Segi ekki meira um það að sinni.

Og þá er bara að kíkja í bókina og tengjast mér hver sem betur getur.


< Fyrri færsla:
Virkilega praktísk græja
Næsta færsla: >
Nokkuð tíðindalítil helgi
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry