Rafræn jólakveðja 2007
19. desember 2007 | 1 aths.
Eins og undanfarin ár er jólakveðjan rafræn. Við Alex höfum haft uppi ómótaðar hugmyndir um að gera eitthvað rosalega flott jólakort með mynd af okkur sem myndi toppa systramyndina frá í fyrra.
Ekkert varð hins vegar úr því að framkvæma þá hugmynd. Hins vegar rakst ég á svona ansi skemmtilegt rússneskt (að ég held) jólakort (að ég held) þar sem myndefnin eru glettilega lík okkur skötuhjúum.
Þar sem ég kann ekki rússnesku (að ég held) ákvað ég að splæsa íslenskri kveðju með neðst til öryggis.
Svo öllu sé nú haldið til haga þá er frummyndin hér og hún fannst gegnum þessa síðu (sem aftur fannst með aðstoð Google).
Gleðileg jól öllsömul.
Athugasemdir (1)
1.
Huld reit 21. desember 2007:
Góða ferð austur!
Þið eruð hetjur að leggja þetta á ykkur á gönguskíðum og pelsum, Vasa-hvað?
Jólakveðja,
Huld og familie
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry