febrúar 2008 - færslur


Lífsmark til plöggs

Nei, ég hef hvorki hætt dagbókarskrifum, geispað golunni né gleymt lykilorðinu að kerfinu mínu. Þetta rúmlega mánaðarhlé á færslum er bara eitthvað sem henti.

Dear mister Toyota

My name is Thorarinn and i live in Iceland. We here often drive in snow and ice and the snow often gets fast on the mudsocks and freezes there in big klumps.

Loxins skondinn Cleese

Jæja, loxins tókst auglýsingastofu Kaupþings (afsakið - Kaupthings) að nota Cleese milljónirnar í að gera skondna auglýsingu.

XP versus Vista

Ekki svo að skilja að ég sé neitt að fara að kaupa mér nýjan pésa, en ég kvíði þeim degi þegar til þess kann að koma og ég sit hugsanlega uppi með Windows Vista, kvíði sem ýtt var undir í greinalestri í dag.

Makki í megrun

Þótt ég hafi ekki sýnt nein áberandi tilþrif í hefðbundnu heimilishaldi í gær tók ég smá tiltektarskorpu í makkanum með góðum árangri.

Allir dissi laugardagslögin

Nú hefur Ríkisútvarpið teymt greiðendur afnotagjalda á asnaeyrunum um fjölmargra missera skeið með langlokunni sem þeir kalla Laugardagslögin. Hámark vitleysunnar er að nú þykjast þeir ætla að ljúka endaleysunni á laugardag. Það sér hver maður að hlýtur að vera enn eitt skrefið í blekkingar- og fjárplógsstarfssemi auðvaldsins.