Loxins skondinn Cleese

Nýjasta Cleese auglýsingin með honum, Randver og þorskastríðinu má eiga það að hún er allt að því nokkuð skondin.

Eftir ofmettunina fyrir ári og Randvers-nafns áramótaauglýsinguna (sem var næstum jafn döpur og Remax auglýsingin) er ágætt að sjá loks að aurarnir mínir sem viðskiptavinar Kaupþings eru notaðir í auglýsingu sem jaðrar við að sæma meistara Cleese.

En því miður, ef ég þekki mynstrið rétt verður þetta skond blóðmjólkað á næstu vikum og mánuðum - þótt ég voni auðvitað annað.


< Fyrri færsla:
Dear mister Toyota
Næsta færsla: >
XP versus Vista
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry