Lífsmark til plöggs

Núna er sýningartímabilið á Útsýni hálfnað, fjórar sýningar búnar og fjórar eftir. Leikritið fékk fína umsögn hjá Silju Aðalsteinsdóttur og leikhópurinn hefur bara þést síðan.

Þótt ég sé auðvitað ekki hlutlaus (ég er sýningarstjórinn, aðstoða við props og útbý veitingar) get ég virkilega mælt með þessari sýningu sem prýðilegri kvöldstund eða síðdegi. Stofudrama með "venjulegu" fólki og jafnvel óþolandi karakterinn hefur eitthvað við sig.

Sýningarplanið er á vef Hugleiks, klukkutíma sýning - upplagt að skella sér í leikhús og kíkja á kaffihús á eftir.

Annars eru æfingar á næsta verki hafnar, þar sem ég gegni litlu en gríðarlega mikilvægu hlutverki hins kúgaða eiginmanns og verðandi afa, Guðmundar, í gamanleiknum 39½ vika.

Veðurspáin gerir ráð fyrir langvinnu og stigvaxandi plöggi fyrir það verk þegar líða tekur á marsmánuð.


< Fyrri færsla:
Rafræn jólakveðja 2007
Næsta færsla: >
Dear mister Toyota
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry