Allir dissi laugardagslögin
21. febrúar 2008 | 0 aths.
Nú hefur Ríkisútvarpið teymt greiðendur afnotagjalda á asnaeyrunum um fjölmargra missera skeið með langlokunni sem þeir kalla Laugardagslögin. Hámark vitleysunnar er að nú þykjast þeir ætla að ljúka endaleysunni á laugardag. Það sér hver maður að hlýtur að vera enn eitt skrefið í blekkingar- og fjárplógsstarfssemi auðvaldsins.
Þá er nú nær að dissa djönkið og skella sér á næstsíðustu sýningu á eðalverkinu Útsýni, sem einmitt verður á laugardagskvöld.
Verið þar eða verið jafnhliða ferhyrningar ella.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry