Vasavikan er hafin

Þá er Vasatímabilið runnið upp eitt árið enn og vasa.thorarinn.com hefur verið uppfært.

Að þessu sinni er ekki mikið fjölmenni í mínu frændliði, en þó ætlar Nonni frændi að spreyta sig á göngunni í þriðja sinn.

Opna sporið virðist vera í tísku núna og karl faðir ætlar einmitt að ganga 90 kílómetrana á morgun ásamt fríðu föruneyti valinkunnra Egilssteðinga. (Nonni ætlar meira að segja að ganga líka opna sporið á mánudag).

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki 100% með á hreinu muninn á opnu spori og "alvöru" göngunni. Ég þykist þó vita að tímatakmarkanir séu afslappaðri í opna sporinu og minna stress, en geri þó ráð fyrir að einhver takmörk séu á því hversu lengi þjónustustöðvar eru opnar.

Eitthvað er hláka að stríða mönnum, en það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur á morgun.

Uppfærslur á vasavefnum verða eitthvað stopular á morgun, þar sem ég er að fara á leikæfingu (og ætla líka að sofa út).

Aðalgangan er svo á 28 ára afmælisdegi Sigmars bróður, 2. mars.


< Fyrri færsla:
Allir dissi laugardagslögin
Næsta færsla: >
Góð hugmynd, en...
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry