Upprennandi Wii meistari?

Ég kenni stífum æfingum undanfarið um að lítið hefur farið fyrir Wii tilþrifum mínum, en ég stóðst ekki mátið að skella inn eftirfarandi myndbandi af 22 mánaða tennissnillingi.

Eins og foreldrarnir benda á í meðfylgjandi texta á YouTube hefur sá stutti meira að segja lært að ýta á réttan takka til að sleppa endursýningum - en gæti þurft að vinna aðeins í bakhöndinni.

Ekki halda allir kúlinu jafn vel og tennisleikarinn stutti - til dæmis þessi snót sem spreytir sig á boxinu með ... tilþrifum.

Ég á svo eftir að fínpússa myndböndin með eigin meistaratöktum (hóst).


< Fyrri færsla:
Frumsýning að baki
Næsta færsla: >
Skattur og Sko
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry