Í eigin fótspor

Ef þú ert að lesa meginmál þessarar færslu er 1. apríl liðinn og ég búinn að slökkva á sjálfvirku vísuninni yfir á hinn merka vef kennelthorarinn.com/.

Bullið í inngangstextanum var ætlað til að veiða þá sem fylgjast með RSS útgáfu af vefnum, þar sem ég þykist vita að dagleg umferð sé ekki að setja nein met þessa dagana.

Ég veit að þetta er ekki mitt tilkomumesta aprílgabb, en það var kokkað upp með stuttum fyrirvara (með aðstoð mod_rewrite).

Og fyrst 1. apríl er liðinn gæti verið að þú sért að lesa þetta á afmælisdeginum mínum. Vúhú!

Samkvæmt hefð fylgir hér yfirlit yfir göbb liðinna ára:


< Fyrri færsla:
Skattur og Sko
Næsta færsla: >
Einhver smá bilun...
 


Athugasemdir (5)

1.

Þórarinn sjálfur reit 01. apríl 2008:

Þá er ég búinn að slökkva á spauginu, enda á leið í rúmið að kveldi 1. apríl.

Ég þakka kærlega þeim tveimur sem hnipptu í mig á MSN til að láta mig vita að eitthvað væri að, auk Óskars sem var byrjaður að skrifa mér póst þegar hann áttaði sig á að afmælisdagurinn hans væri runninn upp.

2.

hildigunnur reit 02. apríl 2008:

Til hamingju með afmælið :D

3.

Gísli Rúnar reit 02. apríl 2008:

Til hamingju með afmælið.

4.

Huld reit 02. apríl 2008:

Til hamingju!

5.

Þórarinn sjálfur reit 05. apríl 2008:

Takk, takk.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry