Aðeins ein aukasýning
22. apríl 2008 | 0 aths.
Uppselt var á síðustu tvær sýningarnar, á lokasýninguna var troðið inn aukastólum og þjappað upp í rjáfur. Rífandi stemmning var á þessum tveimur síðustu sýningum og mikið hlegið.
Sýningum hefði átt að vera sjálfhætt fyrir viku, því þá átti aðalleikarinn að fara í aðgerð vegna kviðslits. Þegar hann mætti fastaður og tilbúinn í slaginn kom í ljós að eitthvað bókunarklúður hafði orðið og aðgerðinni frestað um nokkrar vikur.
Fyrir vikið gefst færi á einni aukasýningu sem verður núna á föstudaginn.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry