Kominn á Twitter

Ég hef lítið sett mig inn í Twitter þjónustuna, þótt ég viti að hún vex sífellt í vinsældum.

Þegar ég komst að því á netvafri dagsins að notendanafnið thorarinn væri laust stóðst ég ekki mátið að festa mér það.

Og sem alvöru nörd þurfti ég auðvitað að keyra upp myndasjoppuna og búa mér til bakgrunnsmynd og effecta svolítið til ljósmynd af mér.

Ég er að gæla við þá hugmynd að tjá mig bara á ensku á Twitter, enda ætti það að vera auðveldara í 140 stafa færslum heldur en langlokurausi á borð við það sem hér er yfirleitt á borð borið. Enskar færslur myndu líka koma til móts við gægjuþörf danskra skólasystkina minna sem ekki hafa náð fullum tökum á lestri íslensku.

En það á alveg eftir að koma í ljós hvort ég verð eitthvað duglegri í tístinu heldur en dagbókarfærslum...


< Fyrri færsla:
Skildir að skiptum
Næsta færsla: >
Ég orðinn orðtekinn
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry