Rauðir gegn hvítum

Hvað eiga Tékkar, Svisslendingar, Pólverjar og Tyrkir sameiginlegt?

Fyrir utan að þessar þjóðir eru allar saman í A riðli evrópumótsins spila þær allar í rauðum aðalbúningum.

Ég á reyndar eftir að sjá varabúninga Svisslendinga og Tyrkja, en ég skal hundur heita ef þeir eru ekki hvítir (ég veit að varabúningar Portúgala eru það).

Ef það reynist rétt verða allir leikir í riðlinum hvítir gegn rauðum.

Rauður, hvítur, blár og grænn held ég reyndar að séu fjórir algengustu fánalitir Evrópuþjóða (ekki endilega þó í þessari röð) - þannig að þetta er svo sem ekki stórmerkilegt tölfræðilega séð, en forvitnilegt engu að síður.

Annars er þessi fyrsti leikur sem nú stendur yfir að koma ágætlega á óvart - Svisslendingarnir hafa verið mun sprækari en maður þorði að vona, þótt Tékkarnir séu líklega búnir að landa sigri með kortér eftir.


< Fyrri færsla:
Nýr besti tölvuvinur
Næsta færsla: >
Nú kvarta ég
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry