Nú kvarta ég

Hér er maður, í góðum gír að horfa á Holland - Frakkland með kærustunni og bjór. Hennar menn yfir í hálfleik og allir í góðum gír.

Svo byrjar seinni hálfleikurinn og bjórinn búinn. Ég býðst til að ná í meiri bjór og rölti með tómu dósirnar fram í eldhús. Þegar ég beygi mig niður til að setja þær í flöskukassann undir eldhúsvaskinum skorar Henry! Ég hleyp inn í stofu til að sjá endursýninguna.

Ég sný aftur inn í eldhús og í þann mund sem ég er búinn að draga fram tvær flöskur og opna aðra þeirra skorar Robben! Á sömu helv. mínútunni!

Aftur missi ég af og þarf að láta mér nægja að sjá endursýninguna.

Hvar er tillitssemin?

Hvað eru menn að spá?

Hvað segja bjórframleiðendur við þessu? Er þetta ekki einelti í garð neytenda?

Ég er enn á toppnum í vinnutippinu, þannig að það er með nokkurri fullvissu að ég held fram þeirri staðföstu skoðun minni að það verði lið okkar skötuhjúanna; Holland og Portúgal sem mætist í úrslitaleik.

Þótt það geti náttúrulega allt gerst í fótbolta...


< Fyrri færsla:
Rauðir gegn hvítum
Næsta færsla: >
Er ég fimmhyrningur?
 


Athugasemdir (2)

1.

Sigurjón reit 14. júní 2008:

En hefur þú einhvern tímann sagt hvernig úrslitaleikurinn fer?

2.

Þórarinn sjálfur reit 14. júní 2008:

Nei, ég hef passað mig á því. En eins og Holland spilaði í gær þá hlýtur maður að telja þá sigurstranglega gegn hverjum sem er.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry