Er ég fimmhyrningur?

Tæpu ári eftir að ég birti síðast lógópælingar fyrir nýjan thorarinn.com vef hefur ekki mikið gerst. Sama gamla útlitið blasir enn við gestum og ég að verða afhuga þeim hugmyndum sem ég var með í kollinum á þeim tíma.

Ég er enn skotinn í því að taka upp Helvetica í titlinum. Ég hallast samt meira að því að hafa letrið í normal stafabreidd:

thorarinn.com

Frekar en condensed útgáfunni sem ég setti saman síðasta sumar:

thorarinn.com

Og hringlaga lógó eru náttúrulega bara gamaldags, jafnvel þótt maður reyni að poppa þau upp með því að teygja þau svolítið til:

thorn lógó

Þannig að núna er ég að spá í fimmhyrninga (en er enn pikkfastur í gömlu hugmyndinni um "inverse" lógó):

thorn lógó

(Glöggir lesendur sjá kannski að þarna er þornið í Helvetica og þar með í betri stíl við titilinn.)

Hvort þetta er meira innblásið af klassíska súperman lógóinu, eða merkinu á búningum Hollenska landsliðsins á EM skal ósagt látið.

Verst að þetta passar ekkert sérlega vel við þau minimalísku útlitsdrög sem ég er að berja saman, en það er kannski aukaatriði.

En aðalspurningin er auðvitað hvort ég mun skrifa þriðja svona póstinn næsta sumar, eða hvort ég verð jafnvel búinn að drusla einhverjum breytingum upp.


< Fyrri færsla:
Nú kvarta ég
Næsta færsla: >
Skrópað í stúdentsafmæli
 


Athugasemdir (1)

1.

Mummi reit 16. júní 2008:

Fimmhyrningurinn er nú býsna sexí. Og ef ég loka augunum og ímynda mér þig í ljósbláum nælonsokkabuxum, í rauðri afabrók yfir og í ljósbláum, þröngum bol með lógóinu framan á - þá hlýnar mér öllum að innan. Þetta hreinlega getur ekki klikkað.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry