Ekkert bjarnarblogg hér

Ég var byrjaður að semja í kollinum vangaveltur um blogg-æðið kringum hvítabjarnarkomur undanfarinna vikna og veruleikafirringuna sem það leiddi í ljós, en þess í stað ætla ég bara að birta eina ljósmynd sem segir meira en mörg orð.

Þessi mynd er fengin af vefnum skagafjordur.com og er sem sagt tekin við fyrri bjarnarkomuna:

Ísbjörn og menn í Skagafirði

Er nema von að yfirvöld hafi ekki þorað annað en að láta skjóta dýrið þegar staðan á vettvangi var orðin svona? Ísbirnir eiga víst að geta hlaupið uppi hreindýr á sprettinum og ég get vitnað um það að þau hlaupa hratt.

(Ég vona að rétthafi myndarinnar virði þessa endurbirtingu við mig, en frummyndina er að finna hér.)

Reyndar...

Ég stenst reyndar ekki mátið að nefna að ég sá einhversstaðar að á bænum í hvurs æðavarpi hinn síðari björn hefur nú hreiðrað um sig er grænlenskur vinnumaður. Innblásinn af ævintýraheimi barnabókmenntanna gæti maður því spurt sig hvort verið gæti að björninn væri að leita vinnumann uppi - til að launa honum lífsbjörg í fyrri viðskiptum eða gera upp gamlar sakir?


< Fyrri færsla:
Thaigrill úr öskustónni
Næsta færsla: >
Ekki gufaður upp
 


Athugasemdir (1)

1.

Óskar Örn reit 20. júní 2008:

Thad var einhvers stadar tekid fram ad sá graenlenski hefdi aldrei ádur séd ísbjörn "thó ad ótrúlegt megi virdast" eins og thad var ordad! Veit ekki hvad telst ótrúlegt vid thad. Their eru nú varla í hverjum gardi á Graenlandi...
Sá rétt í thessu ad pólskir túristar telja sig hafa séd bjarnarspor uppi vid Hveravelli. Sá danski tharf líklega ad snúa vid á Kastrup.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry