Tveggja ráðherra sýning

Í gærkvöldi sáum við skötuhjúin Hart í bak í Þjóðleikhúsinu.

Leikritið er auðvitað að mörgu leyti barn síns tíma, en um leið er glettilega margt sem vísar í ástand síðustu vikna.

Uppfærslan er vel gerð og leikararnir fannst mér standa sig vel. Verkið er svolítið þunglamalegt framan af, en batnaði mikið eftir hlé.

Gunnar Eyjólfsson er náttúrulega með rosalega rödd.

Í salnum voru ráðherrar sjávarútvegs, landbúnaðar, dóms- og kirkjumála (báðir tveir). Þar sem við vorum með hópi frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu vissi ég reyndar af öðrum þeirra fyrirfram, en samt...

Kuldans vegna létum við allt útstáelsi eiga sig eftir sýninguna, en hugguðum okkur heima við kertaljós og öl í staðinn.


< Fyrri færsla:
Stenst ekki kreppumátið
Næsta færsla: >
Hin árlega jólakveðja
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry