Ó, plöggað aftur

25 ára afmælissýning Hugleiks, Ó þú aftur, var frumsýnd síðastliðinn föstudag. Þetta er endurgerð á Hugleikskri útleggingu á meginstefjum úr Pilti og stúlku - sveitarómantík í hæsta veldi með orðaleikjum, dansatriðum og furðulegum fígúrum.

Tónlistin og söngurinn stendur upp úr og ég er búinn að vera með mörg lögin á heilanum undanfarna daga.

Þriðja sýning er núna á miðvikudag og þá hleyp ég í skarðið sem sýningarstjóri (sömuleiðis á föstudag og sunnudag). Því fylgir meðal annars að ég fæ að leika rollu í rétt í lokaatriðinu.

Sýnt er mjög þétt og áríðandi að láta þetta ekki fram hjá sér fara, þetta er dæmigerð sýning sem fer rólega af stað en hættir svo fyrir troðfullu húsi þegar hún spyrst betur út. Miðapantanir eru hjá Þjóðleikhúsinu, miðaverð skitinn 1500 kall.

Mæti nú allir sem vettlingi og sjóhatti geta valdið!


< Fyrri færsla:
Okkar leið: Undefined
Næsta færsla: >
Minns söðlar um
 


Athugasemdir (1)

1.

BerglindSteins reit 27. maí 2009:

Þetta er skynsamlegt plögg, en ég verð að segja að þú skrifar ekki nándar nærri nógu oft. Líttu á þetta sem kvart.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry