Gagnslaus Vasa-tölfræði

Fyrst er að nefna að miðað við að 16.600 manns voru skráðir til leiks og að síðasti maður í mark (Daniel Casell) var í sæti 13.286 telst mér svo til að forföll (bæði fyrir start og á leiðinni) hafi verið um 20%

Ég kom í mark klukkutíma fyrir lokun (eftir 11:30 tíma) og þá var farið að gisna mjög í sporinu - sem passar við það að 97,6% af þeim sem á annað borð kláruðu voru á undan mér (!). Ég skilaði mér í mark í sæti 12.971 sem olli því að ég náði ekki aukamarkmiði mínu um að lenda ekki aftar en rásnúmerið mitt (12614).

Til samanburðar voru um 78% á undan Ella bróður sem var fyrstur okkar bræðranna á 9:21.

Ég kláraði nokkurn vegin sléttum klukkutíma á undan síðasta manni og það munaði rúmum 300 sætum á okkur.

Sigurvegarinn gekk á rétt rúmlega 4 tímum, þannig að ég var rétt tæplega 2,9 sinnum lengur að þessu en hann. (Sem skýrist að stórum hluta af því að við bláberin gengum hátt í 2 km lengra en elítan sem ræsti fremst - og því auðvitað hvað þessi tólf-þrettán þúsund manns sem skildu okkur að fóru illa með sporið).

Þokkafull markgangan

Vísa svo til myndbandsins af mér að ganga léttstígur í mark á síðu sænska ríkissjónvarpsins. Ég svíf þokkafullum skrefum yfir marklínuna í myndbandinu "19:00 - 20:00" kringum 00:31 00:30:30.

Eins og sjá má þar blés ég vart úr nös að þessu loknu og hefði alveg getað gengið nokkra kílómetra í viðbót - ef ég hefði bara nennt.

Kominn í mark


< Fyrri færsla:
Sumarlega jólakveðjan 2009
Næsta færsla: >
Að Vasagöngu genginni - 1
 


Athugasemdir (1)

1.

reynir reit 15. mars 2010:

Þú hefur ekki tekið nóg á því... ef þú áttir eftir orku í svona endasprett, ef ég væri þjálfarinn þinn, myndi ég húðskamma þig, en eins og quake:ararnir segja GG!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry