Að hanna Rokk

Sú hugmynd kviknaði í stjórn Hugleiks að halda leikskránni sem einfaldastri og að útbúa hana þannig að hún væri um leið "tónleikalegt" plakat sýningarinnar.

Pælingar um þetta plakat fóru svo að kvikna hjá mér (löngu áður en það kom í minn hlut að halda utan um leikskrána). Niðurstaðan varð að vísa í rokk-elementið með því að setja auglýsinguna framan á stóran magnara, frekar en að stæla beinlínis tónleikaplaköt (sem einnig kom til greina).

Endanlegt plakat

Plakatinu púslað saman

Grunnurinn að magnaranum er þessi forláta Fender magnari sem ég fann á netinu:

Upphaflegi magnarinn

(Ég geri mér grein fyrir því að nota mynd sem ekki er sérstaklega tekið fram að sé leyfð til slíks er ég að dansa á gráu svæði, en þar sem þetta er "vörumynd" frekar en listræn hönnun þykist ég vera innan marka "fair usage").

Ég notaði litatól í fótósjoppunni til að breyta drapplitaða frontinum í svargráan og láta Fender lógóið hverfa. Því miður treysti ég mér ekki til að teikna samsvarandi "Rokk" lógó, en það hefði verið gríðarlegt rokk í því.

Leturgerðir eru alltaf viss höfuðverkur. Eftir að ég sendi fyrstu pælingar á samhöfunda mína og leikstjóra kom fram tillaga að því að gera það meira "röff" og ég gerði tilraunir með að nota stensil-font í stað hefðbundins leturs (grunge fontar hefðu líka komið til greina, en voru ekki að höfða til mín).

Leit á netinu leiddi í ljós að mest notaði stensilfonturinn er sá sem fylgir með í makkanum (og líklega Windows líka?) þ.e. fonturinn með því frumlega nafni "Stencil". (Ég get ekki útilokað að hann hafi komið með einhverju forriti, en a.m.k. var hann í tölvunni þegar ég fór að leita).

Ég var hins vegar ekki hrifinn af Stencil, sérstaklega fannst mér K-in ljót, og þar sem þau eru helmingur nafnsins féll það eiginlega um sjálft sig. Ég ákvað þess í stað að búa stensil-effektinn til "í höndunum" og valdi mér Eurostile sem font með góða R+O+K stafi:

Fontapælingar

Með smá föndri í fótósjoppunni og hjálp tutorials á netinu þykist ég hafa búið til sæmilega trúverðugan stensil-effekt á magnarann.

Endanlegi stensillinn

Svo var bara að teygja frummyndina til svo hún fyllti nokkurn vegin út í A3, setja inn hliðartexta í hlutlausri leturgerð (Helvetica Neu Condensed ef mig misminnir ekki) og setja lógó Hugleiks á plötuna efst.

Þar sem myndin er nokkrun vegin svarthvít og það er mun ódýrara í prentun fékk rauða ljósið að fjúka og leikskráin var öll unnin í svarthvítu.

Myndin er líka til í samþjappaðri útgáfu til notkunar á vef:

Minnkuð útgáfa

Leikskráin sjálf

Hönnunin á leikskránni er svo frekar minimalísk. Ég endurnýtti aðra hugmynd að plakatinu sem forsíðumynd og sneri einfaldlega stenslinum yfir í svartan. Reyndar kemur hann ekki eins vel út á einlitum grunni og mynstruðum, en það er smámál.

Forsíða leikskrárinnar

Millifyrirsagnir í leikskránni eru í Eurostile til að byggja smá brú yfir í stensilinn.

Gítarhausinn á forsíðu er upphaflega af forláta Ibenez gítar (gríðarlega rokklegum).

Upphaflegi gítarinn

Eins og sést dundaði ég mér við að setja hrútshausinn á gítarinn, svona til að höggva í sama knérunn og í magnaranum:

Hugleikskur haus

Um umbrotið sjálft er svo sem fátt að segja, en ég laumaðist þó til að setja inn einn "recursive" brandara þar sem vísað er til leikritsins í kreditlista, en það verkefni að koma auga á þann brandara er falið í hendur lesendum.

Ef þið hafið ekki eignast eintak af leikskránni er leiðin til þess einfaldlega að panta sér miða á sýninguna!


< Fyrri færsla:
Að skrifa Rokk
Næsta færsla: >
Að teikna þorn
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry