Að teikna þorn

Eins og venjulega þóttist ég ætla að gera margt og mikið í hönnunarpælingum í sumarfríinu. Og eins og venjulega varð lítið sem ekkert úr þeim dugnaði.

Ég afrekaði þó að hreinteikna upphafsstafinn minn og er nokkuð stoltur af.

Ég byrjaði með þetta skann (raunar ljósmynd) af eigin handskrift:

Handteiknað Þ

Þótt ég eigi skelfilega erfitt með að vinna með bezier kúrfur (penna-tólið í fótósjoppunni) tókst mér að lokum að komast að niðurstöðu sem ég er ánægður með. Sérstaklega vegna þess að mér tókst að byrja með grófa nálgun og fækka síðan kúrfunum töluvert og gera formið þar með "hreinna".

Hreinteiknað Þ

Þótt það hafi ekki verið viljandi gert þá er eitthvað element við þetta sem minnir mig á Disney lógóið. Kannski ekki skrýtið þar sem bæði Þ og D byggja á sömu grunnelementum.

Með vísun í fyrri pælingar um þorn-lógó ofan á fimmhyrningi má auðveldlega útfæra útgáfu með þorninu á fimmhyrningslaga "skildi":

Þ á fimmhyrningi

Nú, eða höggva í gamalkunnan knérunn með lógó byggt á negatívu speisi:

Þ á fimmhyrningi

Ég er a.m.k. ánægður með að vera loks kominn með stíliseraða útgáfu af handskriftinni minni á vektorasniði, þannig að ég get skalað hana upp og niður eftir þörfum.

Þannig að nýtt lógó fyrir nýtt útlit á þennan vef er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós. (Auk þess sem ég er búinn að skrifa PHP lógíkina til að flytja dagbókina í heild sinni yfir í WordPress umhverfið, en sérsniðna útlitið vantar enn).

Athugasemdir, skoðanir, hrós eða last?


< Fyrri færsla:
Að hanna Rokk
Næsta færsla: >
Hugmyndir um kjörkerfi
 


Athugasemdir (3)

1.

Finnur reit 12. ágúst 2010:

Hrós!
Brúnn er samt ekki málið ;)

2.

Þórarinn sjálfur reit 13. ágúst 2010:

Brúni tónninn er aðallega tilkominn með því að de-saturera og lýsa rauðu útgáfuna til að skapa smá kontrast. Ég er ekkert sérstaklega skotinn í þessum litum, enda á litahönnun lógósins á alveg eftir að fara fram :)

3.

Mummi reit 13. ágúst 2010:

Þetta er hrós.

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry