Skjöldur verður bindi

Ein af þeim tískutilhneigingum (trendum) sem maður hefur tekið eftir á vefnum er að setja lógó vefsvæða ofan á einhvers konar borða sem leggst yfir vefinn.

Eitt best þekkta dæmið er líklega á A List Apart:

A List Apart

Og við snögga leit á vefnum að fleiri dæmum fann ég m.a. þessi:

Adam Tolman

RoteaDesign

Ég hef verið svolítið skotinn í þessari pælingu og var búinn að gera einhverjar tilraunir með að setja "nýja" Þornið mitt ofan á einlitan flöt (svipað og Rotea Design hér fyrir ofan), en var aldrei almennilega ánægður með árangurinn.

Um daginn rakst ég svo á útfærslu á þessu á vef Nate Klaiber (nei, ég hafði heldur ekki heyrt um hann fyrr en ég rakst á link). Ég var sérstaklega hrifinn af litanotkuninni hans og ákvað að prófa að stæla hana.

Nate Klaiber

Ég nýtti fimmhyrningsformið úr fyrri tilraunum sem "botn" á borðann, sem fyrir vikið verður frekar bindislegur. Einhverntíman í eldgamla daga hafði ég verið með pælingu um að myndskreyta vef með einlitum bindisendum (einum lit fyrir hvern hluta vefsins). Ég var síðan búinn að steingleyma því þar til þessi útgáfa leit dagsins ljós.

Hér er áður birtur fimmhyrningur:

Pæling með Þorn á fimmhyrningi

Og hér er samsplæst litaskema NK, þorninu mínu og fimmhyrningsforminu.

Tilraun að lógó

Of áberandi stælt?


< Fyrri færsla:
Hin jólalega jólakveðja
Næsta færsla: >
Beðið eftir pólfluginu
 


Athugasemdir (2)

1.

Mummi reit 20. mars 2011:

Nein.

Þetta er flott.

2.

Már reit 20. mars 2011:

þú gætir mjókkað bindið eilítið efst - og þá ertu kominn með sterkari vísun í a) raunveruleg bindi og b) fimmhyrninginn þinn.
:-)

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry