Tuðað yfir týpógrafíu

Stórtímaritið Myndir mánaðarins á það til að þvælast inn í hinn óformlega lesefnisstafla salernanna í vinnunni og fyrir vikið kemur fyrir að það fær (um stund) fulla einbeitingu manns.

Um daginn rak ég augun í frekar dularfulla uppsetningu á plakati stórmyndarinnar King's Speech, sem mér þótti undarlega klaufaleg. Línan undir kórónunni er til dæmis (augljóslega) "Firth The Rush".

Forsíða Myndbanda mánaðarins

Þar sem ég hef áður furðað mig á týpógrafíu umrædds tímarits leitaði ég að gamni að upprunalegu plakati og fann meðal annars þetta:

Plakat King's Speech

Nú veit ég ekki hversu þjálfaðir lesendur mínir eru í krítík á grafíska hönnun (sjálfur er ég óþolandi, get ekkert hannað sjálfur en þeim mun duglegri að gagnrýna aðra) (hef enda viðurnefnið "art directorinn" í vinnunni, en það er önnur saga). Ég leyfi mér því að draga fram aðalmuninn á þessum tveimur framsetningum, alvöru jöfnun:

Plakat King's Speech - með skýringarlínum

Samanborið við íslensku kápuna:

Forsíða Myndbanda mánaðarins - með skýringarlínum

Þegar maður ber þessar tvær útgáfur saman felst munurinn ekki bara í því að íslenska forsíðan virðist bara hafa miðjusett textann, án þess að reyna að ná fram tvöföldu jöfnuninni, heldur virðist uppsetjarinn hafa gripið eitthvað allt aðra leturgerð í áðurnefndri "Firth The Rush" línu, sem er mun betur framsett í upprunalegu útgáfunni. Hvers vegna ekki var hægt að nota sama letur fyrir for- og eftirnöfn kappanna veit ég ekki.

Þessi forsíða fær a.m.k. falleinkunn af minni hálfu fyrir það sem líklega er einhves konar klaufaleg flýtimistök.

Kannski slengi ég fram krítík á forsíðu Myndbanda mánaðarins með Social Network við tækifæri, hún var eiginlega enn misheppnaðri. Læt þetta tuð þó duga að sinni.


< Fyrri færsla:
Beðið eftir pólfluginu
Næsta færsla: >
Nördapælingar um vefinn
 


Athugasemdir (2)

1.

Hugi Þórðarson reit 22. maí 2011:

Takk, takk fyrir þetta. Alveg hárnákvæmlega það sem ég hugsaði meðan ég sat á klósettinu í Hugsmiðjunni um daginn og horfði á þessa forsíðu.

2.

Þórarinn sjálfur reit 22. maí 2011:

Skondið. Eru fleiri kollegar okkar sem vilja tjá sig um þetta mál?

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry