Byggi eykur skerpuna
19. desember 2011 | 0 aths.
Í sumar reit ég krítík um hönnun umbúða um morgunkornið Bygga. Hana byggði ég á því sem ég hafði tekið eftir í Nóatúnsverslun (í Nóatúninu sjálfu meira að segja) og þessari mynd sem ég fann á vef Prentmets:
Um daginn sá ég þessu svo bregða fyrir í annarri verslun og var ekki frá því að umbúðirnar væru orðnar eitthvað skarpari. Þannig að ég leitaði Bygga uppi á netinu og þessi útgáfa er skjáskotin af vefnum þeirra (byggi.is):
Fyrir utan það að Byggi sjálfur hefur snúið sér við hljóta stóru fréttirnar að teljast að skerpan og einfaldleikinn hafa verið aukin (á kostnað dúllerís).
Þetta er töluverð framför, a.m.k. út frá þeim atriðum sem ég gagnrýndi síðast.
Samkvæmt vefnum er Byggi kominn í tveimur útgáfum til viðbótar og hér fá þær útgáfur sams konar samanburðarmeðferð og áður:
Tökum fyrst litina úr umferð:
Og blörrum svo:
Nafnið er núna læsilegt í öllum útgáfum (sýnu mest þó í þeirri sem notar litaskema Cheerios, en það er önnur saga).
Heilmikil framför að mínu viti. Klapp fyrir því!
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry