Ungbarnasund í Nauthólsvík
01. apríl 2012 | 0 aths.
Ritstjóri má ekki vera að því að skrifa aprílgabb í ár. Patrekur gengur fyrir öðru sprelli. Hann tekur hins vegar stórstígum framförum í stífum æfingabúðum og stefnir í að verða orðinn alskríðandi á 7 vikna afmælinu.
Patrekur nýtur þess að fara í heita sturtu með pabba sínum og til að verðlauna hann fyrir dugnaðinn í skriðæfingunum ætlum við að skella okkur í ungbarnasjósund núna kl. 3 í Nauthólsvík.
Þeir sem vilja sjá kappann í Atlantshafinu í nýju sundskýlunni eru hvattir til að mæta.
Útrætt mál
Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.
Comments are closed for this entry