Ekki þannig forseta

Við skruppum í bústað um helgina þar sem talið barst meðal annars að forsetakosningunum (líkt og í mörgum öðrum bústöðum þessa dagana). Þar datt upp úr mér setning sem ég held að lýsi í raun hvers vegna mér finnst kominn tími á nýjan forseta:

Ég vil ekki forsetaframbjóðanda sem „hefur betur“ en Ólafur Ragnar Grímsson í kappræðum.

Núverandi forseti er meistari í þrætubókarlist, hálfkveðnum vísum og öðrum pólitískum klækjum. Mínar óskir um forseta snúast ekki um annan Ólaf Ragnar Grímsson, né vil ég forseta sem er með „eigin stefnumál“ eða „sjálfstæða utanríkisstefnu“.

Þess í stað vil ég forseta sem ég hef trú á að komi heiðarlega fram og er ekki markaður af áratuga pólitísku harki.

Mér finnst kominn tími til að þakka Ólafi Ragnari fyrir störf sín og veita honum frelsi til að sinna hugsjónum og málefnum sem honum eru kær.

Ég kýs Þóru.


< Fyrri færsla:
Patrekur tveggja mánaða
Næsta færsla: >
Jólakveðja Skeggjagaurs 2012
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry