Þessar tilraunir til limrugerðar eru afurðir prófsetu í Kvennó. Ef einhverjir kvennaskólanemendur þvælast hingað inn kannast þeir kannski við landafræðikennarann hvassmælta Geir.

Í síðustu limrunni er vísað til þess þegar mistök urðu í pöntun á ljósritun fyrir þýskupróf og heill bekkur sat uppi próflaus þegar setan átti að byrja. Sú hugmynd kom upp hvort nemendur ættu ekki bara að krota svörin á borðin.