Linkasúpa dauðans I

Undanfarnar vikur hef ég safnað alls konar bókamerkjum á allan fjandann. Nú er komið að tiltekt og hér fer á eftir ýmislegt sem mér þykir í frásögur færandi, í svo til engri skynsamlegri röð. Sumt af þessu hafa lesendur eflaust séð, en mér er til efs að nokkur hafi séð þetta allt. Ég efast þó um að ég nenni að telja allt upp í einu, þannig að þetta verður líklega framhaldsþáttur.

Látum súpuna fram vella.

Lofthræðsla?

The world’s highest tennis court

Mér er spurn, á hvaða hraða eru tennisboltarnir sem hrapa til jarðar? Eru meiri líkur á þessum velli á að tennisleikari hiki við að skutla sér á eftir tæpum bolta?

Nýi veraldarvefurinn

Í greininni It's a Whole New Internet rökstyður Janice Fraser að núna sé að eiga sér stað bylting í vefnotun og þróun fyrir vefinn.

Eitt lykilatriðanna í þeirri þróun er Ajax tæknin sem gerir það að verkum að vef"síða" getur hagað sér miklu meira eins og forrit, þ.e. brugðist við athöfnum notandans án þess að þurfa alltaf að flytja hann yfir á aðra síðu. Þannig munu skilin á milli vefsíðu og forrits smám saman hverfa. Tæknin er þegar til staðar, nú er "bara" að læra á möguleika hennar. (Þetta er það sem flestar nýjungarnar frá Google byggja m.a. á).

Ajax: A New Approach to Web Applications, greinin sem kynnti hugtakið Ajax fyrir heiminum - þótt þetta sé ekki mitt helsta áhugasvið get ég vottað að á þessum tveimur mánuðum hefur þessi grein rúllað ýmsum boltum af stað.

Upload progress - demo. Sýnishorn af því hvernig vefsíða getur sýnt framgang upphals (ef það hugtak skyldi vera til í tölvuhugtakaíðorðabókinni) (ef það hugtak er þá til).

Vöðvabólga smöðvabólga

Það að vinna langtímum við fartölvu er ekki það besta sem maður getur gert hryggnum. Ég hef fundið fyrir því í vetur í formi þrálátrar vöðvabólgu sem skýtur upp kollinum við og við.

Lausnin er að breyta vinnustellingum með því að lyfta skjánum upp, t.d. með þessari græju (sem minnir örlítið á fyrsta iMac-inn).

Þótt þetta sé snoturt, held ég að svona gaur tæki allt of mikið pláss á skrifborðinu, auk þess sem maður þyrfti að kaupa auka lyklaborð.

Þá finnst mér meira spennandi að fá mér bara 17" kristalsskjá til að tengja við Surtlu. Þeir eru komnir niður fyrir tvöþúsund danskar krónur og ég held að ég myndi vera miklu duglegri að skrifa texta fyrir skólann á tveimur skjáum í stað eins (hóst).

The vodoo display

Hnífastatíf, ósmekklegt á mjög smekklegan hátt.

Fleiri græjufantasíur

Ég hef hvorki fundið hjá mér brennandi þörf fyrir MP3 spilara né nýjan farsíma. Gamli Nokia 3210 sem ég keypti sumarið 2000 stendur enn fyrir sínu, hægt að hringja í hann og úr og senda SMS. Reyndar eru takkarnir orðnir frekar snjáðir sem gerir amatörsmessara eins og mér stundum örlítið erfitt fyrir.

En ef hann skyldi gefa upp öndina þá er Sony Ericsson K750i spennandi kostur. Með 1GB minniskorti mætti nota hann í ýmislegt (sérstaklega ef hann og iTunes geta talað saman). Gallinn er þó sá að þegar hann kemur á markað mun hann eflaust kosta handlegg og fótlegg (og/eða aðra ómissandi útlimi). En það kostar svo sem ekkert að láta sig dreyma...

Og svo hefur hann fengið fína dóma.

Bróðir hans, W800i, Walkman síminn (!) lítur líka vel út.

Bíóteiknibíómynd

Mig minnir að ég hafi ekki enn vísað á stríðarana fyrir A Scanner Darkly. Mjög spes áferð. Mjög flott.

Mjög syfjaður núna. Meira seinna.


< Fyrri færsla:
1193 grænar 404-flöskur uppi á vegg...
Næsta færsla: >
Heimsins besta tónlistarmyndband?
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry