Notendavænleikavandamál

Í morgun var ég af rælni að taka til í vefstjórapósthólfinu mínu, en þangað berast meðal annars allar tilkynningarnar um að spammaranetföng sem reynt hefur verið að staðfesta séu ekki til. Þar inn á milli leyndust tölvupóstar frá "alvöru fólki" sem gefa vísbendingar um ákveðið usability vandamál í athugasemdakerfinu mínu. (Hvað heitir annars usability á íslensku?)

Eins og þeir lesendur vita sem hafa kosið að tjá sig á þessum vettvangi mínum, þá sendir kerfið sjálfkrafa tölvupóst með link til að smella á og þar með er netfangið staðfest og hægt að athugasemda eins og vindurinn.

Í pósthólfinu mínu í morgun voru hins vegar tveir tölvupóstar sem voru greinilega svör við þessum sjálfvirku póstum og innihéldu texta á borð við "Já, þetta er ég."

Því miður skila slík svör sér illa inn í sjálfvirku tilkynningaskylduna...

Ég þarf því eitthvað að umorða tölvupóstinn sem sendur er út og gera það skýrar að það á ekki að svara póstinum heldur smella á tengilinn.

Flestallir notendur hafa reyndar staðfest tilvist sína án vandamála, en þar sem ég þekki báða áðurnefnda sendendur að því að vera ágætlega greint fólk sýnist mér að ég þurfi að líta aðeins í eigin barm og gera þetta enn skýrara.

Best væri náttúrulega ef ég gæti skýrt þetta strax í fyrirsögninni, en hún er þegar orðin frekar löng: "Please verify email / Vinsamlega stadfestid netfang". Ætli ég prófi því ekki fyrst um sinn að byrja meginmálið á "Ekki svara þessum pósti - smellið á tengilinn!".

(Meginmálið er núna:
Please click the link to verify your email address for Thorarinn's comment service:

http://thorarinn.com/verification/xxx

Vinsamlega smellið á tengilinn hér að ofan til að staðfesta netfangið.
Ef upp koma vandræði sendið mér línu á "thorarinn hjá thorarinn.com".

This is an automatic email, please do not reply.)


< Fyrri færsla:
Þrengt að kommentaspömmurum
Næsta færsla: >
Harry Potter og silfurskotturnar
 

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry