kiets í tllA

!ðalib ðikim ðavhttiE

Það er ekki nóg með að við það að færa vefinn minn yfir á nýjan server hafi stór hluti af gagnagrunnslógíkinni klikkað, heldur er stór hluti vefsins núna spegilventur!

Við flutninginn var gagnagrunnurinn uppfærður úr MySQL 4 í MySQL 5, en það gerði það að verkum að lykilköll í gagnagrunninn voru rangt formuð og dagbókin hætti að virka. Þegar ég var að dunda mér við að uppfæra það fékk ég svo eftirfarandi póst frá hýsingarþjónustunni:

To ensure the highest safety of your data, all our servers are backed up using a so-called mirrored disk array.

After moving your data to the new server some data corruption occurred and due to human error the mirrored version of your data was used for recovery. As a consequence some of your database data and files may appear mirror inverted.

We are in the process of restoring all inverted data from backup tapes, but this is a lengthy procedure that might take a few days. We apologize for any inconveniences caused by this mishap. Thank you for your patience.

Þessi gagnaspeglun er öll hin furðulegasta, í gagnagrunninum virðast bara titlar og útdrættir dagbókarinnar vera spegilventir og sumar myndir. Texti í meginmáli er að mestu eðlilegur.

Ég er ekki alveg að fatta hvernig þetta getur hafa gerst, hefur einhver heyrt um að eitthvað þessu líkt gerist?


< Fyrri færsla:
Slá slöku við
Næsta færsla: >
Alltaf í göbbunum
 


Athugasemdir (3)

1.

raðieH nóJ reit 01. apríl 2007:

lírpa .1

:)

2.

Þórarinn sjálfur reit 02. apríl 2007:

.agelussiV

3.

Óskar Örn reit 02. apríl 2007:

Ég er orðlaus yfir snilldinni......

Til hamingju með daginn samt, gamli skarfur!

Útrætt mál

Lokað er fyrir athugasemdir eftir 30 daga.

Comments are closed for this entry